Snjóflóð 1, janúar 2013

Fréttir

15. mars 2013

Í gær hélt átta manna hópur upp á Langjökul til prófana á skiparadar og hitamyndavél við leit á jökli....

26. janúar 2013

Dagana 25. til 26. janúar var haldið námskeiðið Snjóflóð 1. Verklegar æfingar voru haldnar í Þjófakrók...

2. janúar 2013

Undanfarna fjóra daga hafa meðlimir í Björgunarsveitunum Ok og Brák aðstoðað viðgerðaflokka Landsnets...

20. desember 2012

Opnunartímar sölustaða verða sem hér segir: Bútæknihúsinu HvanneyriÞorsteinsbúð Reykholti 29. ...

25. nóvember 2012

Nú um helgina hélt Björgunarsveitin Brák námskeið í Fjallamennsku 1. Þrír meðlimir úr Ok sóttu námskeiðið...

Lög Björgunarsveitarinnar Oks

Samþykkt á aðalfundi sveitarinnar 15. mars 2013

 

1. Grein

Félagið heitir Björgunarsveitin Ok. Varnarþing félagsins er lögheimili formanns hverju sinni.

Félagið er aðili að Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, starfar innan vébanda þess og lýtur lögum þess og samþykktum.

2. Grein

Hlutverk félagsins eru almenn slysavarna-, hjálpar- og björgunarstörf. Félagið skal standa að þjálfun og æfingum fyrir félaga sína svo þeir séu  jafnan færir um að rækja markmið félagsins.

3. Grein

Inntaka félaga getur farið fram á öllum félagsfundum sveitarinnar að viðkomandi viðstöddum. Félagar geta þeir orðið sem áhuga hafa á slysavarna-, hjálpar- og björgunarstörfum og náð hafa 16 ára aldri eða verða 16 ára á árinu. Atkvæðisbær er hver félagi sem stendur skil á árgjöldum til félagsins. Kjörgengir eru þeir félagar sem að auki hafa náð 18 ára aldri.

4. Grein

Aðalfundur félagsins er æðsta vald í öllum málum þess. Skal hann halda eigi síðar en í marsmánuði ár hvert. Skal til hans boðað með minnst 14 daga fyrirvara með fjölpósti á starfssvæði félagsins sem og með tölvupósti til félagsmanna. Fundurinn telst löglegur sé löglega til hans boðað.  Árgjöld skulu ákveðin á aðalfundi.
Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:

  • Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
  • Formaður flytur skýrslu stjórnar.
  • Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
  • Inntaka nýrra félaga.
  • Lagabreytingar.
  • Kosning stjórnarmanna:
   • Formaður er kosinn til eins árs.
   • Kosið er um gjaldkera og ritara sitt hvort árið til tveggja ára. Ritari er einnig varaformaður félagsins.
   • Kosið er um tvo meðstjórnendur til eins árs.
   • Kosið er um tvo varamenn til eins árs.
  • Kosningar í nefndir félagsins til eins árs.
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs.
  • Önnur mál.

 

5. Grein

Stjórn félagsins er heimilt að fela löggiltum endurskoðanda endurskoðun reikninga ásamt hinum kjörnu skoðunarmönnum. Skoðunarmenn skulu sannprófa að reikningum félagsins beri saman við bækur þess. Reikningsár félagsins er almanaksárið.

6. Grein

Stjórn félagsins skal að lágmarki halda tvo félagsfundi ár hvert auk aðalfundar. Almennt skulu stjórnarfundir vera opnir öllum félögum og þá öllum boðaðir. Stjórn er þó heimilt að halda lokaða fundi þegar hún telur þörf á.

7. Grein

Félagi skal ávallt sýna af sér háttsemi í störfum sínum fyrir félagið sem og þegar hann klæðist einkennisfatnaði þess. Einnig skulu félagsmenn hlíta siðareglum Slysavarnarfélagsins Landsbjörg.
Félagi getur sætt brottrekstri úr félaginu af hálfu stjórnar:

  • Verði hann uppvís að því að spilla áliti félagsins.
  • Hafi hann áfengi eða önnur vímuefni um hönd í starfi sínu fyrir félagið.
  • Verði hann uppvís að óviðunandi umgengni um eignir og tæki félagsins.
  • Verði hann r uppvís að einhverri óviðunandi háttsemi í starfi sínu fyrir félagið.

 

Nú ályktar stjórn að félagi skuli rekinn úr félaginu og skal hún þá tilkynna honum það skriflega. Sætti hlutaðeigandi sig ekki við úrskurð stjórnar getur hann skotið máli sínu til næsta félagsfundar.

8. Grein

Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi með meirihluta greiddra atkvæða. Tillögur að lagabreytingum skal senda með aðalfundarboði.