Snjóflóð 1, janúar 2013

Fréttir

15. mars 2013

Í gær hélt átta manna hópur upp á Langjökul til prófana á skiparadar og hitamyndavél við leit á jökli....

26. janúar 2013

Dagana 25. til 26. janúar var haldið námskeiðið Snjóflóð 1. Verklegar æfingar voru haldnar í Þjófakrók...

2. janúar 2013

Undanfarna fjóra daga hafa meðlimir í Björgunarsveitunum Ok og Brák aðstoðað viðgerðaflokka Landsnets...

20. desember 2012

Opnunartímar sölustaða verða sem hér segir: Bútæknihúsinu HvanneyriÞorsteinsbúð Reykholti 29. ...

25. nóvember 2012

Nú um helgina hélt Björgunarsveitin Brák námskeið í Fjallamennsku 1. Þrír meðlimir úr Ok sóttu námskeiðið...

Björgunarsveitin Ok var stofnuð 18. febrúar 1967. Nánar má lesa um sögu sveitarinnar hér.

 

Sveitin starfar á svæði 4 ásamt Björgunarfélagi Akraness, Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi, Björgunarsveitinni Heiðari og Björgunarsveitinni Elliða.

 

Björgunarsveitin Ok er alhliða björgunarsveit sem hefur það viðvarandi markmið að geta brugðist við hjálparbeiðnum á landi og á vatni og miðast starf og búnaður sveitarinnar við það markmið.

 

Björgunarsveitin Ok leggur mikla áherslu á að þekking og kunnátta félagsmanna sé eins góð og kostur er. Á hverju ári eru haldin námskeið fyrir félagsmenn og er samvinna við nærliggjandi sveitir á því sviði mjög góð. Æfingar eru sömuleiðis nauðsynlegur þáttur í að viðhalda þeirri menntun og þekkingu sem félagar hafa aflað sér. Æfingaer skipta einnig sköpum til að samstilla einstaklinga sveitarinnar.

 

Þekking félaga á starfssvæði sveitarinnar er einnig mjög mikils virði og teljum við að þar búum við ákaflega vel. Við stór útköll á starfssvæði sveitarinnar, þegar fleiri sveitir koma að, er sú þekking nauðsynleg.

 

 

Eflaust gerir fólk sér almennt ekki grein fyrir því að minnstur tími björgunarfólks fer í að sinna útköllum. Þjálfun og æfingar taka sannarlega sinn tíma auk þess sem viðhald, endurnýjun og standsetning allra tækja er tímafrek vinna. Mestur tími fer þó án vafa í að afla félaginu fjár til að geta staðið undir þeim skyldum og væntingum sem gerðar eru til sveitarinnar, bæði af samfélaginu sem og af okkur sjálfum sem störfum með sveitinni.

 

Fjáraflanir sveitarinnar eru margskonar. Sala á Neyðarkalli og flugeldum eru fyrst nefndar enda skila þær sveitinni hvað mestu. Blómasala á konudag og bóndadag hafa einnig verið tekjulind um langan tíma. Sveitarfélögin á starfssvæði sveitarinnar veita henni árlegan styrk auk þess sem framlag kemur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. 

Félagar í Björgunarsveitinni Ok eru þakklátir öllum þeim sem styrkt hafa við starf sveitarinnar í gegnum árin. Án stuðnings nærsamfélagsins væri starf okkar í hættu.