Snjóflóð 1, janúar 2013

Fréttir

15. mars 2013

Í gær hélt átta manna hópur upp á Langjökul til prófana á skiparadar og hitamyndavél við leit á jökli....

26. janúar 2013

Dagana 25. til 26. janúar var haldið námskeiðið Snjóflóð 1. Verklegar æfingar voru haldnar í Þjófakrók...

2. janúar 2013

Undanfarna fjóra daga hafa meðlimir í Björgunarsveitunum Ok og Brák aðstoðað viðgerðaflokka Landsnets...

20. desember 2012

Opnunartímar sölustaða verða sem hér segir: Bútæknihúsinu HvanneyriÞorsteinsbúð Reykholti 29. ...

25. nóvember 2012

Nú um helgina hélt Björgunarsveitin Brák námskeið í Fjallamennsku 1. Þrír meðlimir úr Ok sóttu námskeiðið...

5. mars 2012

Árleg ferð sveita af svæði 4

Farið var í árlega björgunarsveitarferð björgunarsveita á svæði 4 helgina 2-4 mars. Var stefnan tekin á Gíslaskála innvið Kjalveg. Ekið var norður Kjöl vegna slæms veðurs á Langjökli og komum við þangað seint á föstudagskvöldi. Á laugardagsmorgni lögðu af stað sleðar og tveir snjóbílar yfir Langjökul í sæmilegu veðri og lögðum við af stað úr Gíslaskála á jeppum innað Hveravöllum og þá barst okkur beiðni um aðstoð björgunarsveitarinnar Strákar frá Siglufirði sem voru staddir norðan við Hveravelli. Hafði þá brotnað stýrisarmur í Patrol bifreið hjá þeim þannig að laghenntir menn úr björgunarsveitum í Borgarfirði tóku sig saman og suðu arminn saman þannig að félagar okkar gátu haldið heim á leið.

Veðrið var sem betur fer gott á þessu slóðum þennann dag. Að loknum viðgerðum fórum við aftur uppað Hveravöllum og hittum þar sleða og snjóbílahópinn okkar og lagðist hluti af hópnum í bleyti í hvernum.

Lagt af stað í Gíslaskála, grillað og haldin mikil veisla.

Á sunnudagsmorguninn var bjartur og fagur og ferðinni heim var haldið yfir Langjökul og allir skiluðu sér heim heilir af húfi eftir góða ferð. Þáttakan var góð í þessari ferð eins og vant er en það vorum um 40 manns í hópnum.